Fimm ný smit á Vesturlandi í dag

Samkvæmt Covid19 vefnum eru nú 16 einstaklingar í einangrun með veiruna á Vesturlandi og 102 eru í sóttkví. Það er fjölgun um fimm einstaklinga frá því í gær. Ekki hafa enn borist upplýsingar um hvar í landshlutanum þessi nýju smit eru, en samkvæmt heimildum Skessuhorns eru þó tvö þeirra í Stykkishólmi og annar þeirra dvelur í einangrun í Reykjavík.

Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að nú séu 11 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af eru tveir einstaklingar sem taka út einangrun í Reykjavík. Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundar með aðgerðarstjórn og sóttvarnaryfirvöldum á Vesturlandi í hádeginu í dag til þess að fara yfir stöðuna. Frekari frétta er að vænta að fundi loknum, að sögn Jakobs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir