Bræðurnir Klemens og Hjörtur Sigurðssynir halda hér á nokkrum smárækjum, en enginn var humarinn í fyrstu lögn.

Enginn humar fannst í fyrstu tilraun

Fyrsta vitjun í tilraunaveiðum á Ingu P SH-423 með humargildrur gaf ekki mikinn árangur. Talsvert kom af beitukóngi í gildrunnar og nokkar smárækjur, en enginn humar. Trossan sem báturinn er með hefur 71 gildru, en nú verður bætt við fjölda þeirra á næstunni og fleiri staðir prófaðir þar sem möguleiki er á að finna humar. Farið var með trossuna ellefu sjómílur vestur af Snæfellsnesi í von um að þar sé humar að finna. Það er útgerðarfélagið Kvika sem annast veiðarnar fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. Gildrurnar með síld eða annarri beitu eru settar á leiðara og 14 faðmar hafðir á milli gildranna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir