Tveir til viðbótar greindust í Stykkishólmi

Af þeim 42 sem fóru í skimun í Stykkishólmi í gær reyndust tveir smitaðir, en einstaklingarnir voru báðir í sóttkví. Samkvæmt samantekt lögreglu eru nú níu skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af er einn sem tekur út einangrun í Reykjavík, en 23 eru skráðir í sóttkví. Á Akranesi eru tveir í einangrun með veiruna og 52 í sóttkví. Á öðrum stöðum í landshlutanum hafa ekki verið greind önnur smit en sjö eru í sóttkví í Grundarfirði, 15 í Borgarnesi og tveir í Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir