Frá skimun við sjúkrabílastöðina á Akranesi síðastliðið vor. Ljósm. úr safni/ kgk.

Skimað á Akranesi á morgun

Undanfarna daga hefur verið unnið að því að hægt verði að framkvæma skimunarsýnatökur á Akranesi fyrir fólk í sóttkví og á sjöunda degi sóttkvíar. Á morgun, föstudaginn 25. september, verður gerð tilraun með slíkt. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu heilsugæslunnar á Akranesi.

Þeir sem hafa verið boðaðir í skimun á morgun vegna sóttkvíar og fengið strikamerki sent í símann geta þannig mætt í skimun milli kl. 13:00 og 14:00 á sjúkrabílastöðinni við Þjóðbraut 11.

Líkar þetta

Fleiri fréttir