Guðmundur Sigurðsson. Ljósm. arg.

Síðasta sýningin í Hallsteinssal verður opnuð á mánudaginn

Heimili Guðmundar Sigurðssonar og Hildar Þorsteinsdóttur stendur á gróðurvaxinni og fallegri lóð í Garðabænum. Þegar inn er komið má sjá fjölbreytt listaverk um alla veggi eftir listamenn allsstaðar að úr heiminum. „Endilega skoðaðu þig um,“ sagði Guðmundur við blaðamann um leið og hann raðaði kræsingum á bakka og hafði til kaffi með aðstoð Hildar. Við fengum okkur sæti á litlu notalegu lofti með yfirsýn yfir fallegu stofu þeirra hjóna og ræddum um listina og lífið. Guðmundur bendir á stórt málverk í miðri stofunni og segir: „Ég var einu sinni með þessa á sýningu og það kom þangað kona með lítinn strák, svona 6-7 ára. Hann stóð fyrir framan myndina og segir við mömmu sína að hann hafi aldrei séð svona fallega mynd áður. Og ég trúði honum,“ segir Guðmundur og hellir kaffi í bollana. Erindi heimsóknarinnar var myndlistarsýning með verkum Guðmundar í Hallsteinssal sem opnuð verður í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi mánudag og hann nefnir Síðasta sýningin.

Sjá viðtal við Guðmund í Skessuhorni vikunnar, þar sem farið er lauslega yfir starfsferilinn, körfuboltaþjálfun og listina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir