Frá Grundafirði sumarið 2019. Ljósm. úr safni/ tfk.

Ráðstafanir í Grunnskóla Grundarfjarðar

Í Grunnskóla Grundarfjarðar hefur verið ákveðið að út þessa viku, og jafnvel lengur, verði starfsfólki skipt upp í hópa til að minnka smithættu. Frá þessu er greint á Facebook síðu skólans. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að smitum hefur verið að fjölga á Snæfellsnesi og tveir starfsmenn skólans voru settir í úrvinnslusóttkví þar til á morgun, föstudag. Skólahald verður með eðlilegum hætti. Heilsdagsskólinn verður áfram opinn og æfingar UMFG verða með óbreyttu sniði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira