Frá Fjölmenningarhátíð Snæfellsbæjar í fyrra. Ljósm. úr safni.

Fjölmenningarhátíðinni aflýst

Fjölmenningarhátíð Snæfellsbæjar, sem haldin hefur verið í október ár hvert, hefur verið aflýst að þessu sinni vegna aðstæðna í samfélaginu. „Það er ekki fyrirséð að hátíðin geti farið fram með óbreyttu sniði í ár og því er það samfélagsleg ábyrgð skipuleggjenda að aflýsa henni að svo stöddu,“ segir um málið á vef Snæfellsbæjar.

Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu menningarviðburðum bæjarfélagsins ár hvert og hefur hún vaxið með hverju árinu. Margir koma að skipulagi og vinnu vegna hátíðarinnar og enn fleiri hafa notið afrakstursins. Stefnt er að því að halda hátíðina að ári liðnu í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir