Banaslys á Hellissandi í gær

Banaslys varð á Hellissandi í gærmorgun. Maður varð undir bifreið sem hann var að vinna við á bifreiðaverkstæði, með þeim afleiðingum að hann lést.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað eða að nokkur annar hafi átt aðild að slysinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir