Ljósm. úr safni/ kgk.

Yfir áttatíu í sóttkví í landshlutanum

Lögreglan á Vesturlandi hefur hafið birtingu á tölum sem tengjast Covid-19 faraldrinum hér í landshlutanum, eins og greint var frá í Skessuhorni vikunnar. Tölurnar eru flokkaðar út frá starfssvæði heilsugæslustöðva, eins og lesendur fengu að venjast í vor.

Fyrstu tölurnar voru birtar á Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu nú laust fyrir kl. 15:00. Þar kemur fram að á Vesturlandi öllu eru ellefu manns í einangrun með Covid-19 smit, sjö í Stykkishólmi en fjórir á Akranesi. Í landshlutanum eru 82 í sóttkví; 64 á Akranesi, 16 í Stykkishólmi og tveir í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir