Naglar leyfilegir ef aðstæður krefjast

Lögreglunni á Vesturlandi hafa borist fyrirspurnir frá fólki sem spyr hvort það megi vera á nagladekkjum, en nagladekkjatímabilið svokallaða er ekki hafið. Lögregla segir það alveg skýrt í reglum að ökumönnum sé heimilt að hafa þau dekk undir bifreiðum sínum sem henta aðstæðum hverju sinni. Ef einhver ekur þannig í hálku uppi á heiði má hann hafa nagladekk undir bílnum, en ekki væri hægt að heimila sama ökumanni það á auðum götum innanbæjar þann sama dag. Rétt er að minna á þetta nú, en í kvöld er spáð snjókomu á vegum um allt norðanvert landið, frá Dölum í vestur og austur að Kelduhverfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir