Frá Arnarfirði. Ljósm. Ingibjörg G. Jónsdóttir leiðangursstjóri.

Kanna meðal annars áhrif fiskeldis í Arnarfirði

Um þessar mundir er rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Sæmundsson, í hálfsmánaðar leiðangri í Arnarfirði og í Ísafjarðardjúpi. Um borð er unnið að fjölbreyttum verkefnum, m.a. með rækjuvörpu, sjótöku, botngreip, botnkjarnatöku eða neðansjávarmyndavél. Meðal verkefna leiðangursmanna er að meta stofn rækju, rannsaka ungþorsk auk almennra umhverfisrannsókna. Sérstaklega er Arnarfjörður til skoðunar þar sem meta á áhrif fiskeldis á lífríki botns fjarðarins. Upplýsingum er safnað í botngreipar og með myndavélum. Er þetta þriðja árið í röð sem slíkar rannsóknir eru gerðar. ”Með slíkum árlegum vöktunum fást upplýsingar um þéttleika og samsetningu botndýra á fjarsvæðum eldissvæða og breytingar sem þar gætu orðið. Að auki eru botnkjarnar teknir og súrefni, brennisteinsmagn og sýrustig mælt úr setinu til að meta ástand þess,” segir í tilkynningu frá Hafró.

Líkar þetta

Fleiri fréttir