Engin ný smit greind á Vesturlandi í gær

Í gær voru 57 ný smit kórónaveirunnar greind á landsvísu, en þar af voru 54 greindir í einkennasýnatöku. Á landsvísu eru 324 nú í einangrun og hefur fjölgað um 43 frá í gær. Hér á Vesturlandi eru nú ellefu í einangrun og 93 í sóttkví. Flestir smitaðir tengjast hópsýkingu í Stykkishólmi.

Mikils léttir gætir á Akranesi í kjölfar þess að um 170 einstaklingar fóru í skimun í gær, en viðkomandi höfðu verið í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn í liðinni viku. Enginn þeirra reyndist jákvæður við Covid sýnatöku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir