
Búast má við snjókomu á norðanverðu landinu
Seint í kvöld er spáð snjókomu og krapafæri á vegum um allt norðanvert landið frá Dölum í vestur og austur á Langanes Í ábendingu veðurfræðings til vegfarenda kemur fram að búast megi við éljum síðdegis frá Bröttubrekku, norður um og allt austur í Kelduhverfi. Reiknað er með allt að 15-20 cm nýsnjó á vegum á mið-Norðurlandi, einnig á láglendi.