Atvinnuleysi er að nálgast tíu prósent

Heildaratvinnuleysi í ágústmánuði var 9,4%, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Almennt atvinnuleysi var 8,5%, sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum, en atvinnuleysi var 7,9% í júlí, 7,5% í júní og 7,4% í maí. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist lítið eitt í september, en meira þegar lengra er komið fram á haustið. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli var óbreytt í ágúst frá júlí, eða 0,9%, en það hefur lækkað hratt frá því í maímánuðu síðastliðnum. Alls voru 17.788 einstaklingar atvinnulausir í lok ágústmánaðar og 3.843 í minnkuðu starfshlutfalli. Samtals gera þetta 21.271 manns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir