Ellefu með veiruna á Vesturlandi

Í gær greindust 38 ný kórónaveirusmit í landinu. Á landinu öllu eru 281 með veiruna og 2.283 í sóttkví. Hér á Vesturlandi hefur tala smitaðra hækkað um helming frá í gær, en nú eru ellefu í landshlutanum sýktir og 196 eru í sóttkví. Stór hluti þeirra sem nú eru í sóttkví á Vesturlandi eru á Akranesi og eiga að mæta til skimunar í dag. Því má búast við að talan breytist nokkuð á morgun þegar niðurstaða sýnatöku liggur fyrir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir