Guðmundur Sigurðsson og Bjarni Skúli bera málverkið frá kirkjunni og í gamla Iðnskólann þar sem forvörn og lagfæringar á verkinu verða unnar. Ljósm. mm.

Altaristafla Akraneskirkju tekin niður til viðgerðar

Í gær var hin 150 ára altaristafla Akraneskirkju tekin niður til forvarnar og viðgerðar. Skagamaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson listmálari, Baski, hefur tekið að sér viðgerð á málverkinu og mun hann vinna verkið í húsnæði gamla Iðnskólans við Skólabraut. Baski hefur sérhæft sig í lagfæringum á eldri málverkum samhliða listsköpun sinni í Hollandi. Hann býst við að vinnan taki um tvo mánuði, verði í síðasta lagi lokið fyrir næstu jól. Um vandaverk er að ræða þar sem bakhlið verksins er fyrst hreinsuð og striginn lagfærður samkvæmt kúnstarinnar reglum. Til fyrsta hluta verksins fær hann sér til aðstoðar hollenska samstarfskonu sína. Eftir það tekur við mikil nákvæmnisvinna við hreinsun og skerpingu sjálfs málverksins.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir