Íbúar í Fitja- og Dagverðarneslandi óttast að verið sé að búa til slysagildru þar sem nýi vegurinn mætir gamla veginum í brekku skammt frá Dagverðarnesi. Ljósm. mm.

Telja slysahættu þar sem nýr vegur mætir þeim gamla

Verktakafyrirtækið Þróttur er um þessar mundir að ljúka við uppbyggingu 3,7 km veghluta í Skorradal, frá Vatnsenda og austur fyrir hæðina við Dagverðarnes. Nýja vegarkaflanum lýkur í brekku á lítilli blindhæð þar sem hann mætir gamla veginum. Íbúar og sumarhúsaeigendur í Fitja- og Dagverðarneslandi hafa sent áskorun til Vegagerðarinnar og hreppsnefndar Skorrdalshrepps um að beita sér fyrir því að haldið verði áfram með uppbyggingu vegarins a.m.k. niður fyrir brekkuna á jafnsléttu til að koma megi í veg fyrir slys við þessar aðstæður. Í áskoruninni er vísað til þess að ökumenn sem aka austur eftir nýja veginum komi skyndilega í brekku og á blindhæð þar sem gamli malarvegurinn, mun þrengri, tekur við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir