Þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á Snæfellsnes. Ljósm. Landhelgisgæslan.

Sóttu knapa á þyrlunni

Maður féll af hestbaki skammt frá Hellissandi síðastliðinn laugardag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum til að sækja manninn, að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi. Lenti hún á flugvellinum í Rifi kl. 14:23 og flutti manninn til Reykjavíkur. Ekki er vitað hvort áverkar mannsins eru alvarlegir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir