Hrafnkelsstaðarétt í smíðum haustið 2016. Ljósm. úr safni/tfk

Frestuðu leitum um viku vegna veðurs

Veður var víða slæmt um helgina og lítt fallið til smalamennsku á fjöllum. Af þeim sökum var á nokkrum stöðum smalamennskum frestað, eða jafnvel slegið saman annarri og þriðju leit. Grundfirðingar voru í þeim hópi sem frestuðu leitum. Frá því var greint á heimasíðu bæjarfélagsins að vegna veðurs hafi göngum og réttum, sem vera áttu á laugardag, verið frestað um eina viku. Því verður réttað laugardaginn 26. september á Hrafnkelsstöðum og Mýrum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir