Fjöldi þarf að aka til Reykjavíkur á morgun til skimunar

Um 170 manns á Akranesi þurfa á morgun, þriðjudag, að mæta í skimun í kjölfar fimm daga sóttkvíar eftir að hafa verið í nálægð við einhvern sem smitaður hefur verið af Covid-19. Athygli vekur að þessum fjölda fólks verður ekki gert kleift að mæta í skimun á Akranesi, heldur þarf að koma sér til Reykjavíkur til skimunar í gamla Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík. Athygli ritstjórnar Skessuhorns var vakin á því að í þessum hópi sóttkvíarfólks væru einstaklingar sem gætu ekki ekið sjálfir til Reykjavíkur og eðli málsins samkvæmt væri erfitt að fá slíkt „skutl“ í kjölfar sóttkvíar. Eftir eftirgrennslan um málið fékkst það upplýst að þeir sem alls ekki geti komist sjálfir til skimunar í Reykjavík geti hringt á skiptiborð HVE á Akranesi og verður þar leiðbeint um hvernig skimun þeirra verður háttað á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir