Á þriðja hundrað í sóttkví á Vesturlandi

Í gær greindust 30 innanlandssmit í landinu af Covid-19, af 1.512 sýnum sem tekin voru. Öll smitin greindust í einkennasýnatöku. 224 eru nú í einangrun á landsvísu, 2.102 í sóttkví og tveir eru á sjúkrahúsi með veiruna.

Hér á Vesturlandi eru nú fimm einstaklingar greindir með veiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Auk þess eru nú 203 einstaklingar í sóttkví eftir að hafa verið í nálægð við sýkta einstaklinga. Margir þeirra höfðu stundað æfingar í líkamsræktarstöðinni á Jaðarsbökkum á Akranesi, en í tvígang í síðustu viku reyndist sýktur einstaklingur hafa átt þar viðkomu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir