Fjórir smitaðir á Vesturlandi og 26 í sóttkví

Í gær voru greind 38 ný smit af Covid-19 innanlands. Það er helmingi minna en daginn áður, en mun færri sýni voru tekin í gær. 21 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Á landsvísu eru nú 215 í einangrun og 1.290 í sóttkví. Tveir liggja á sjúkrahúsi. Hér á Vesturlandi eru fjórir með veiruna samkvæmt Covid vefnum og eru þeir allir í einangrun. 26 eru í sóttkví í landshlutanum. Veiran hefur nú í þessum þriðja fasa faraldurs hennar á Vesturlandi, verið greind á Akranesi og þá var sagt frá því á vef Stykkishólmsbæjar í gær að einstaklingur þar í bæ væri nú í einangrun. Veiran hefur nú verið greind í fólki í öllum landshlutum utan Austurlands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir