Mótmæla fækkun héraðsdýralækna

Á fundi í umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar í gær var lögð fram tilkynning frá Matvælastofnun um fækkun umdæma héraðsdýralækna. Matvælastofnun tilkynnti það einhliða nú í byrjun vikunnar, og án samráðs við hlutaðeigandi sveitarfélög, að embættum héraðsýralækna verður fækkað um eitt, úr sex í fimm. Vesturumdæmi er skipt upp og raun lagt niður, þannig að Snæfellsnes og Borgarfjörður tilheyra nú S-Vesturumdæmi og Dalir og Vestfirðir tileyra N-Vesturumdæmi. Þarna er því um að ræða beina fækkun opinberra starfa á Vesturlandi. „Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lýsir furðu sinni á að ekki hafi verið haft samráð við sveitarfélög vegna ákvörðunar um fækkun héraðsdýralækna. Þá hvetur nefndin Matvælastofnun til að endurskoða þá ákvörðun að umdæmisskrifstofa S-Vestursvæðis sé á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í bókun frá fundi nefndarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir