Ljósm. úr safni/ glh.

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14 ekki. Tveir eru á sjúkrahúsi með Covid-19, 739 eru í sóttkví og 108 í einangrun. Fjölgað hefur um 356 manns í sóttkví undanfarna tvo sólarhringa.

Mjög mörg sýni voru tekin í gær, alls 4.004. Íslensk erfðagreining tók 1.649 sýni hjá einkennalausum. Einkennasýni ÍE og heilsugæslu voru 998 talsins og 905 voru skimaðir á landamærunum. Þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar, en þrír reyndust í dag vera með virkt smit eftir mótefnamælingu í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Faxabraut mulin niður

Framkvæmdir við nýjan grjótvarnargarð og uppbyggingu Faxabrautar á Akranesi eru nú hafnar af krafti. Borgarverk ehf. er verktaki við framkvæmdirnar.... Lesa meira