Dóra í dyragættinni í Valfelli. Ljósm. glh.

Nýr eigandi tekur til hendinni í félagsheimilinu Valfelli

Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir festi nýverið kaup á eign sem hefur vakið athygli fólks í Borgarnesi og héraði. Hún fékk nýja húsið sitt afhent 15. maí síðastliðinn og hefur verið að hvert einasta kvöld eins og hún lýsir því sjálf. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til hennar í nýja húsnæðið. „Hér hef ég verið hvert einasta kvöld. Ég fer úr minni vinnu og í þetta,“ segir Dóra eins og hún er oftast kölluð, en hún á og rekur dúnþvottafyrirtækið Morgunroða ehf. Eignin umrædda er betur þekkt sem félagsheimilið Valfell í Borgarhreppi, staðsett rúma fimm kílómetra norðan Borgarness við þjóðveg eitt. Fólk hefur verið forvitið um hvernig framkvæmdir ganga, þar á meðal blaðamaður Skessuhorns sem hélt eigin fermingarveislu í félagsheimilinu á sínum tíma en húsnæðið var þá eingöngu nýtt til veisluhalda og fyrir almenn mannamót í hreppnum. „Það er náttúrlega allt í rúst hérna,“ segir hún og hlær um leið og hún býður blaðamann velkominn í bæinn.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Faxabraut mulin niður

Framkvæmdir við nýjan grjótvarnargarð og uppbyggingu Faxabrautar á Akranesi eru nú hafnar af krafti. Borgarverk ehf. er verktaki við framkvæmdirnar.... Lesa meira