Unnið við kantlýsingu Hvalfjarðarganga. Ljósin má sjá til hægri í mynd. Ljósm. Orkuvirki.

„Bylting í umferðaröryggi í göngunum“

Þessa dagana er unnið að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum. Um er að ræða LED ljós sem er komið fyrir meðfram vegarköntum ganganna, ásamt uppsetningu stjórnbúnaðar. Það er fyrirtækið Orkuvirki sem annast framkvæmdina en undirverktaki þeirra er Sagtækni, sem sér um að saga fyrir streng og bora fyrir ljósunum. Ljósin verða alls 506 talsins og sett upp með 25 metra millibili ofan á steyptri vegöxl, rétt fyrir ofan kantsteininn. „Uppsetningin verður bylting í umferðaröryggi í göngunum,“ segir í frétt á vef Orkuvirkis.

Unnið verður að uppsetningu ljósanna frá kl. 22:00 til 7:00 sunnudaga til föstudaga næstu vikur. Eru vegfarendur sem eiga leið um göngin á þessum tímum beðnir að aka varlega og sýna tillitssemi á meðan framkvæmdum stendur. Áætluð verklok eru 15. október, að því er Vegagerðin hafði áður gefið út.

Líkar þetta

Fleiri fréttir