Íslandsmeistarinn Bjarki Pétursson. Ljósm. Palli Ket.

Styrktarmót fyrir Bjarka Pétursson og galakvöldverður

Sunnudaginn 27. september nk. verður haldið styrktarmót á Hamarsvelli í Borgarnesi fyrir kylfinginn knáa, Bjarka Pétursson. Á mótinu verður leikið eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi. Keppnisgjald verður 6000 krónur á mann og rennur allur ágóði til að standa straum af æfingum Bjarka og undirbúningi hans fyrir úrtökumót á Evrópumótaröðinni 2021. Bjarki sýndi á liðnu sumri hvers hann er megnugur þegar hann varð Íslandsmeistari með eftirminnilegum hætti.

Að kvöldi mótsdags verður galakvöldverður á Hótel Hamri; þriggja rétta matur ásamt fordrykk fyrir 10 þúsund krónur. Þangað eru allir golfarar sem og aðrir stuðningsmenn Bjarka velkomnir, þótt þeir geti ekkert í golfi. Skemmtidagskrá verður í boði á meðan á kvöldverðinum stendur. Þar mun m.a. Gunnhildur Lind, blaðamaður og ljósmyndari, ræða við Bjarka um það sem er framundan hjá honum.

Bókanir á golfmótið er á golf.is en pantanir í kvöldverð í síma 437-2000. Styrktarreikningur Bjarka er: 0354-26-021294 og kt. 021294-3229.

Líkar þetta

Fleiri fréttir