Skallagrímskonur eru sem kunnugt er ríkjandi bikarmeistarar. Þær mæta deildarmeisturum Vals í leiknum um Meista meistaranna 2020. Ljósm. úr safni/ kgk.

Meistarar meistaranna krýndir á sunnudag

Hinn árlegi leikur um Meistara meistaranna í körfuknattleik kvenna fer fram næstkomandi sunnudagskvöld. Að þessu sinni verður leikið í Borgarnesi, þar sem bikarmeistarar Skallagríms mæta deildarmeisturum Vals. Venjulega hafa í þessum leik mæst bikarmeistarar og Íslandsmeistarar, en þar sem enginn Íslandsmeistari var krýndur á síðasta keppnistímabili leika deildarmeistararnir gegn bikarmeisturnum að þessu sinni. Enn fremur verða leikirnir stakir að þessu sinni, konurnar leika sem fyrr segir í Borgarnesi næstkomandi sunnudagskvöld en í karlaflokki mætast Stjarnan og Grindavík sunnudaginn 27. september.

Keppni í Domino‘s deild kvenna hefst síðan á miðvikudaginn í næstu viku, 23. september næstkomandi, en rúmri viku seinna hjá körlunum, eða fimmtudaginn 1. október.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira