Í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá.

Hvetja íbúa til að skipta við heimamenn

Horfur atvinnulífs í Stykkishólmi voru til umræðu á fundi atvinnuvega- og nýsköpunarnefndar bæjarins fimmtudaginn 10. september síðastliðinn. Formaður gerði grein fyrir stöðu fyrirtækja í bænum næstu mánuði, á grundvelli athugunar bæjarskrifstofu Stykkishólmsbæjar. Í máli hans kom fram að þrengingar væru í ferðaþjónustu vegna Covid-19, en hugsanlega færi að rofa til með vorinu. Þá hefði starfsemi í sjávarútvegsgreinum dregist saman að undanförnu vegna þrengri útflutningsmarkaða, sem einnig má rekja til heimsfaraldursins. Hins vegar væri staðan í byggingariðnaði mjög góð og opinber þjónusta og önnur þjónusta í góðu jafnvægi.

Nefndin hvetur íbúa í Stykkishólmi til að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja í bænum eins og unnt er, með það fyrir augum að verja störf sem kunna að vera í hættu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir