Hvassviðri spáð um vestanvert landið í dag

Í dag og fram til miðnættis er spáð vaxandi sunnanátt á landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa, Vestfirði, Breiðafjörð og miðhálendið í dag og fram á kvöldið. Búast má við hvassviðri við fjöll t.d. á norðanverðu Snæfellsnesi. Það verða 13 til 20 metrar á sekúndu vestantil seinnipartinn, annars 8 til 15 m/sek. Rigning sunnan- og vestanlands, en þykknar upp með dálítilli vætu norðaustantil síðdegis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir