Silja Rut Thorlacius segir sína upplifun af því að missa fullburða barn rétt fyrir fæðingu. Ljósm. arg.

„Hún er jafn mikið barnið okkar eins og hinar dætur okkar“

Í byrjun mars 2016 biðu Silja Rut Thorlacius og Hrafn Einarsson spennt eftir sínu öðru barni þegar öllu var snúið á hvolf á augabragði. Föstudagsmorguninn 4. mars fór Silja í mæðraskoðun þar sem í ljós kom að enginn hjartsláttur heyrðist hjá dóttur þeirra. Hún var strax send upp á fæðingadeild þar sem staðfest var að dóttir þeirra væri látin. Frigg kom svo í heiminn 5. mars, sem var settur dagur.

Silja er fædd og uppalin í Búðardal, dóttir Elinborgar Eggertsdóttur og Kristins Thorlacius. Hún kynntist Hrafni í Grunnskólanum í Búðardal þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal. Silja og Hrafn urðu fljótlega par og hafa þau verið saman frá því þau voru unglingar. Í dag búa þau í Reykjavík og eiga saman þrjár dætur; Kolku átta ára, Frigg og Mirru sem er rúmlega tveggja ára.

Í Skessuhorni sem kom út í dag lýsir Silja Rut þessari erfiðu reynslu þeirra. Ræðir um barnsmissinn og hvernig þau hafa unnið úr áfallinu. Sjá opnuviðtal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir