G. Ágúst Pétursson, leiðbeinandi og ráðgjafi á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Ljósm. kgk.

„Hugsaðu stórt en byrjaðu smátt, þannig gerast hlutirnir“

„Ég komst að því núna fyrir nokkrum dögum að ég á rætur í Grundarfirði. Langamma mín fæddist hérna, í Gröf í Grundarfirði, en faðir minn ólst upp í Kolbeinsstaðahreppi. Bróðir minn var að skrifa ævisögu hans og þar komst ég að þessu með langömmu, að ég ætti rætur hér,“ segir Ágúst í samtali við Skessuhorn.

Hann nam félagsfræði í Vestur-Berlín á sínum yngri árum en hefur ekki fengist við hana. „Ég hef fengist við ýmislegt, en það sem ég hef ekki fengist við er félagsfræði,“ segir Ágúst léttur í bragði. Um árabil hefur hann starfað sem leiðbeinandi og ráðgjafi í frumkvöðlastarfi og nýsköpun. Skessuhorn hitti Ágúst að máli og ræddi við hann um starfsferilinn, nýja staðinn þar sem hann rakst fyrir tilviljun á ræturnar og fær að heyra af hugsanlegu tækifæri fyrir stað eins og Grundarfjörð í nútímanum.

Sjá opnuviðtal í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir