Fólk og fé á leið til Fljótstunguréttar sl. laugardag. Ljósm. mm.

Göngur og réttir í sveitum

Göngur og réttir standa nú sem hæst í sveitum víðsvegar um land. Liðin helgi var stór réttahelgi og sömu sögu má segja um þær næstu. Á meðfylgjandi mynd eru bændur úr Borgarfirði að koma með safnið eftir smölun af Arnarvatnsheiði síðdegis á laugardaginn. Á undan safninu riðu þeir Haukur Bjarnason á Skáney og Bjarni Árnason frá Brennistöðum, fjallkóngur í Heiðarleit. Fjárhundurinn skokkar svo léttstígur á undan. Í Skessuhorni í dag er að finna nokkrar myndir úr réttum liðinna daga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir