Brúin yfir Kolgrafafjörð. Ljósm. úr safni/sá.

Bálhvasst á norðanverðu Snæfellsnesi

Eins og spáð hafði verið er nú bálhvasst á norðanverðu Snæfellsnesi, eða „stóri sunnan“ eins og það er stundum nefnt þar um slóðir. Mestu vindhraði mældist í Kolgrafafirði nú á þriðja tímanum í dag. Staðbundinn vindur þar var 25 m/sek en fór í 43 m/sek í hviðum. Þar er því ekkert ferðaveður sem stendur. Samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir