Hlédís Sveinsdóttir og Björn Bjarnason. Samsett mynd/arg.

Björn og Hlédís í verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnastjórn um landbúnarðarstefnu fyrir Ísland. Í stjórninni sitja Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og alþingismaður og Hlédís Sveinsdóttir ráðgjafi og verkefnastjóri. Með stjórninni starfa Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.

„Í tengslum við vinnu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga lét ráðherra KPMG vinna sviðsmyndagreiningu um framtíð landbúnaðarins til ársins 2040. Þar er talið nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu greinarinnar, landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Á grunni þessa hefur ráðherra ákveðið að setja vinnu við mótun stefnunnar formlega af stað,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu, en þar segir að mótun landbúnaðarstefnu sé samvinnuverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs.

Verkefnastjórn hefur það hlutverk að að efna til funda með bændum og öðrum hagaðilum og virkja þá til þátttöku í stefnumótuninni. Samráð verður haft við Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins, Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands þar sem þau hafa kost á að fylgjast með framvindu verkefnisins. Gert er ráð fyrir að tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir 31. mars 2021.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira