Grindhvalavaða úti fyrir Snæfellsnesi. Ljósm. úr safni/ af.

Myndband – Grindhvalir hættulega nálægt landi

Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækisins Láka Tours á Snæfellsnesi fékk ábendingu um grindhvali í grennd við Stykkishólm frá ferðalangi í gær. Tveir leiðsögumenn á vegum fyrirtækisins könnuðu málið, þar sem myndir ferðalangsins sýndu grindhvalina hættulega nálægt landi. Komu þeir að grindhvalavöðunni í Álftafirði á fjöru og voru hvalirnir mjög nálægt landi, en sýndu engin merki um að eitthvað bjátaði á.

Leiðsögumennirnir fylgdust með hvölunum á meðan féll að og þeim til mikillar ánægju virtist engin hætta vera á að hvalirnir syntu upp í fjöruna. Ætluðu leiðsögumennirnir að athuga með vöðuna í morgun líka og óska þessa að verða látnir vita ef einhver sem á leið um svæðið verður var við eitthvað óeðlilegt nærri landi.

Hér að neðan má sjá myndband sem leiðsögumaðurinn Karl O’Neill tók af grindhvölunum í Álftarfirði í gærkvöldi.

Pilot whales in Álftafjörður

This evening we received a message about Long-Finned Pilot Whales dangerously near shore in Álftafjörður, a narrow fjord known to be shallow and highly tidal. Pilot whales are a deep-sea species notorious for mass strandings in which large groups of whales, sometimes 100+, are found on beaches and in grave danger of getting stuck and/or crushed under their own immense weight. Naturally we went straight away to check on them. When we arrived it was low tide and the whales were extremely close to land, but were calm and showed no signs of distress. As the tide came in we were satisfied that they were in no immediate danger of beaching, but we'll be back to check on them first thing tomorrow. If anyone is passing that way, keep an eye close to land around that fjord and let me know if you see anything.

Posted by Karl O'Neill – Nature and Wildlife Guide on Thursday, September 10, 2020

Líkar þetta

Fleiri fréttir