Búast má umferðartöfum vegna fjárrekstrar síðdegis

Nú stendur yfir smölun á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði vekur athygli á því að síðdegis í dag, á milli klukkan 17 og 20 megi búast við umferðartöfum við Fornahvamm í Norðurárdal, þegar smalar reka fjársafnið yfir þjóðveg 1. „Sýnum tillitsemi svo allt gangi vel,“ segja Heiðarsmenn. Meðfylgjandi mynd er frá sama fjárrekstri síðasta haust.

Líkar þetta

Fleiri fréttir