Valentin er byrjaður að þjálfa brasilískt jiu-jitsu á Akranesi. Ljósm. arg

Kennir nú brasilískt jiu-jitsu á Akranesi

Valentin Fels Camilleri kemur frá Frakklandi en flutti til Íslands fyrir fjórum árum til að kenna brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík. Nú hefur hann flutt á Akranes og byrjaður að þjálfa bæði unglinga og fullorðna. Brasilískt jiu-jitsu er bardagaíþrótt sem á rætur að rekja til brasilísku bræðranna Carlos, Oswaldo, Gastão Jr, George og Hélio Gracie. Árið 1917 fór Carlos Gracie til Japans þar sem hann lærði Kodukan júdó en upp frá því þróuðu bræðurnir sitt eigið sjálfsvarnarkerfi sem þeir kölluðu Gracie jiu-jitsu sem var upphafið af brasilísku jiu-jitsu. Í brasilísku jiu-jitsu er lögð áhersla á að smærri og léttari manneskjur geti varið sig gegn stærri og sterkari árásarmönnum. „Upphaflega var jiu-jitsu bardagaíþrótt sem aðallega snérist um sjálfsvörn en hefur svo þróast yfir í meiri íþrótt með reglum. Þökk sé Gunnari Nelson þekkja Íslendingar jiu-jitsu best sem hluta af MMA, sem er blönduð bardagaíþrótt,“ segir Valentin í samtali við Skessuhorn. Hann bætir við að jiu-jitsu sé sá partur af MMA sem fram fer þegar keppendurnir eru komnir niður á gólfið.

Sjá viðtal við Valentin í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir