Þannig myndi íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum líta út eftir að fyrsta áfanga verksins verður lokið. Teikning: ASK arkitektar.

Samið um hönnun íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum

Síðastliðinn fimmtudag var skrifað undir samning milli Akraneskaupstaðar og Ask arkitekta um hönnun nýrra íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum. Það voru Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi og Páll Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ask arktitekta, sem undirrituðu samninginn. Í honum felst hönnun nýrra íþróttamannvirkja að Jaðarsbökkum, sem byggð er á vinnu starfshóps sem hefur unnið að málinu frá 2016. Forteikningar voru kláraðar 2019 og á þeim mun hönnun Ask arkitekta byggja. Stefnt er að því að hönnun verði lokið í febrúar 2021 og verkið þá tilbúið til útboðs.

Eins og greint var frá í Skessuhorni á sínum tíma er áformað að nýtt íþróttahús með öllu tilheyrandi rísi milli Akraneshallar og núverandi íþróttamiðstöðvar á Jaðarsbökkum. Þar sem núverandi íþróttasalur er verði byggð sundhöll með átta brautum. Íþróttamannvirkin á Jaðarsbökkum verða öll samtengd og einn inngangur að öllu íþróttasvæðinu. Nýtt íþróttahús verður fyrsti áfangi uppbyggingarinnar.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir