Pálmi Þór hefur opnað Skagabón. Ljósm. kgk.

Skagabón var opnað í gær

Bílaþvottastöðin Skagabón var opnuð við Kalmansvelli á Akranesi í gær, þriðjudaginn 1. september. Það er Pálmi Þór Jóhannsson sem stendur að stöðinni og mun hann bæði þjónusta fyrirtæki og einstaklinga. Pálmi hefur unnið að því undanfarið að kynna framtak sitt í bænum og segir viðtökurnar hafa verið afar góðar, en fullbókað er í bón og bílaþrif hjá Skagabóni næstu vikurnar.

Sjá spjall við Pálma Þór í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir