Grímshúsið í Brákarey. Ljósm. úr safni.

Fá leyfi til að byggja við Grímshúsið

Leyfi hefur verið veitt til að reisa viðbyggingu við Grímshúsið í Brákarey í Borgarnesi. Eins og greint var frá í Skessuhorni í fyrra tók enski ginframleiðandinn Martin Miller‘s Gin húsið á leigu til næstu 25 ára, með það fyrir augum að opna gestastofu fyrir gináhugafólk um allan heim.

Sótt var um byggingarleyfi vegna viðbyggingarinnar fyrir hönd enska fyrirtækisins og var það samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Borgarbyggðar á fimmtudaginn. Í viðbyggingunni verða geymslur fyrir ámur sem hafðar verða sem sýnishorn fyrir gesti, sem og aðstaða fyrir starfsfólk. Jafnframt var sótt um leyfi fyrir innanhússbreytingum á Grímshúsinu sjálfu.

Umsóknin var samþykkt og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira