Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hefur sagt upp störfum

Ragnar Frank Kristjánsson hefur sagt upp starfi sínu sem sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar. Tilkynnti hann um uppsögn sína síðastliðinn mánudag. Þetta staðfestir Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í samtali við Skessuhorn.

Hún segir að ákvörðun Ragnars hafi verið kynnt formlega á fundi byggðarráðs sem lauk nú skömmu fyrir hádegi, þar sem honum hafi verið þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar. Tímasetningu starfsloka á eftir að ákveða, að sögn Þórdísar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir