Valdís Fjölnisdóttir ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, eftir að viljayfirlýsing var undirrituð í sumar. Þórdís er verndari verkefnisins. Ljósm. Akraneskaupstaður/ Myndsmiðjan.

„Hér verður lifandi og dýnamísk starfsemi“

– rætt við Valdísi Fjölnisdóttur, framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins Breiðar

 

Þróunarfélagið Breið var stofnað á Akranesi í byrjun júlí nú á liðnu sumri, þegar fulltrúar 17 fyrirtækja og stofnana skrifuðu undir samkomulag þar að lútandi. Verkefnið var að forgöngu Akraneskaupstaðar og Brims, sem höfðu frá því síðasta haust unnið saman að undirbúning að stofnun þróunarfélags um nýsköpun og atvinnuuppbyggingu.

Valdís Fjölnisdóttir er framkvæmdastjóri þróunarfélagsins. Skessuhorn hitti Valdísi að máli síðastliðinn föstudag og ræddi við hana um starfsemi félagsins, sem nú er verið að ýta úr vör. „Okkur langar að vera fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem eru að breytast, þar sem eru gamlar verksmiðjur og vinnslur sem hefur verið lokað og hafa ekkert hlutverk, búa til líf í þeim og gera eitthvað nýtt. Nú er tækifæri til að gera slíkt hérna á Akranesi, sem hefur allt upp á að bjóða til að það geti heppnast vel,“ segir hún.

Lesa má viðtal við Valdísi um þróunarfélagið í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira