Eliza Reid forsetafrú ríður á vaðið og les inn á vefinn samromur.is Skjáskot af upptökunni.

Átakinu „íslenska er allskonar“ hrundið af stað

Í dag, miðvikudaginn 26. ágúst, hefst átak á vegum Almannaróms og Háskólans í Reykjavík þar sem einstaklingar sem hafa íslensku sem annað mál eru hvattir til að lesa setningar inn í gagnasafnið samrómur.is, sem notað verður til að þróa máltækni sem kennir tölvum og tækjum að skilja íslensku. Átakið íslenska er allskonar er sett af stað til að tryggja að tækin skilji þá sem hafa íslensku sem annað mál jafn vel og þá sem hafa íslensku að móðurmáli. Allir sem geta lesið íslensku, með hvaða hreim sem er, eru hvattir til að fara á vefsíðuna samromur.is og lesa þar nokkrar setningar inn í gagnasafnið.

„Til að tryggja góðan árangur verkefnisins þarf safna miklum fjölda setninga frá mörgum einstaklingum af ólíkum uppruna sem bera íslensku fram með mismunandi hætti. Fólk nýtir röddina í auknum mæli til að stýra tækjum og tólum og því er brýnt að tækin skilji alla – konur, börn og karla – á öllum aldri og með hvaða hreim eða mállýsku sem er. Raddir og framburður okkar allra er ólíkur – og tryggja þarf að tækin skilji okkur öll. Einstaklingar sem hafa íslensku sem annað mál eru því hvattir til að fara á vefinn samrómur.is og lesa þar inn nokkrar setningar á íslensku og taka þannig þátt í að gera íslensku aðgengilega fyrir alla,“ segir í tilkynningu vegna verkefnisins. Landmenn eru hvattir til að taka höndum saman og tryggja að tækin skilji okkur öll.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira