Úr verslun Krambúðarinnar í Búðardal. Ljósm. úr safni.

Annar hver íbúi skrifaði undir

Alls lögðu 320 Dalamenn nafn sitt við undirskriftalista þar sem breytingum á matvöruversluninni í Búðardal úr Kjörbúð í Krambúð er mótmælt. Sömuleiðis var mótmælt þeirri verðhækkun sem breytingunum hafa fylgt og þess krafist að Kjörbúð verði opnuð í sveitarfélaginu á ný.

Undirskriftalistanum ásamt áskoruninni var komið til Samkaupa í gær, mánudaginn 24. ágúst. Sem fyrr segir skrifuðu 320 undir, sem samsvarar rétt tæpum 50% allra íbúa Dalabyggðar, eða 65% þeirra sem eru á kjörskrá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira