Á strandveiðum á Faxaflóa. Ljósm. úr safni/ Hlédís Sveinsdóttir.

Síðasti strandveiðidagurinn á morgun

Morgundagurinn, miðvikudagurinn 19. ágúst, verður síðasti strandveiðidagurinn á þessu tímabili. Frá og með fimmtudeginum 20. ágúst verða stranvdeiðar bannaðar, tæpum tveimur vikum áður en veiðitímabilið er á enda. Frá þessu er greint á vef Fiskistofu.

Strandveiðitímabilið er frá 1. maí og út ágústmánuð, en útgefnar aflaheimildir duga ekki til að ljúka yfirstandandi vertíð. Við upphaf tímabilsins lá fyrir að leyfilegur heildarafli yrði 11.100 tonn, þar af tíu þúsund tonn í þorski. Um miðjan júlí var ljóst að þær heimildir dygðu ekki til að ljúka tímabilinu og 20. júlí ákvað sjávarútvegsráðherra að bæta við 720 tonnum í þorski. Var leyfilegur heildarafli þar með orðinn 11.820 tonn, þar af 10.720 tonn í þorski. Er sá kvóti nú að klárast. Síðastliðinn fimmtudag stóð þorskaflinn í 10.244 tonnum og heildaraflinn í 11.253 tonnum, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Alls hefur 676 bátum verið róið til strandveiða á yfirstandandi veiðitímabili, eða 47 fleiri en á tímabilinu í fyrra. Bátum með útgefin strandveiðileyfi hefur fjölgað á öllum svæðum, mest á svæði D þar sem þeir eru 25 fleiri en á síðasta ári og næstmest á svæði A þar sem þeim hefur fjölgað um 16.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira