Frændurnir Þórir V Indriðason og Hafsteinn Þórisson með laxa úr Hörðudalsá í Dölum. Áin hefur nú gefið 24 laxa og 100 bleikjur. Samsett mynd/gb.

Rigningin hleypti lífi í veiðina í Hörðudalsá

„Já, við lentum í flottri veiði í Hörðudalsá enda fór heldur betur að rigna og áin fimmfaldaðist eftir stanslausar rigningar,“ sagði Þórir Valdimar Indriðason úr Borgarnesi, en hann var að koma úr Hörðudalsá í Dölum ásamt Hafsteini Þórissyni frænda sínum eftir einhverjar mestu rigningar sem hafa verið þar í sumar. Áin varð fljótlega að stórfljóti eins og reyndar fleiri ár á svæðinu.

„Það voru bókaðir 16 laxar áður en við komum og 90 bleikjur. Við fengum átta laxa og tíu bleikjur. Áin var erfið enda mikið vatn í henni, en síðasta hálfa daginn þegar áin var orðin að stjórfljóti fengum við einn lax og misstum annan,“ sagði Þórir ennfremur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir