Í Þingspilinu hafa þátttakendur þingmenn í vasanum

„Spilaðu formann flokks á þingi sem keppist við að koma sem flestum þingmönnum í eigin vasa – styddu málefni, settu lögbann á hneyksli og stingdu svo hina formennina í bakið!  Spil fyrir fólk sem þolir ekki spillingu, nema það fái að spila með.“ Þannig hljómar athyglisverð kynning á nýju borðspili sem nú er leitað stuðnings til útgáfu á Karolina fund.

Í kynningunni segir að markmið Þingspilsins sé að klára sem flestar umferðir með flesta þingmenn. Þingspilið er samansett af þremur bunkum. Í fyrsta lagi er Formanna bunki og spilarar draga eitt Formannspil. Þá er Málefna bunki þar sem eitt Málefnaspil er lagt út í byrjun umferðar. Loks er Framtíðar bunki en þar draga spilarar tvö spil á hendi í byrjun umferðar. „Í spilinu geta spilarar kosið um málefni og stundað pólitíska spillingu til að fá fleiri þingmenn, ásamt því að láta aðra spilara missa þingmenn í hneykslum (nema þeir spili út „Lögbanni á fjölmiðla“ til að stöðva hneykslið eða „Hvítþvott“ til að fá þingmennina aftur). Sigurvegarar eru spilarar með Formannaspil sem hafa flesta þingmenn í lok umferðar. Fleiri en einn geta sigrað. Spilarar velja hvort spilið taki tvær eða þrjár umferðir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir