Fyrir níu í kvöld var byrjað að undirbúa að ná bílnum upp á þjóðveginn aftur. Ljósm. tfk.

Flutningabíll utan vegar á Hafnarmelum

Stór flutningabíll fór útaf veginum við Hafnarfjall fyrr í kvöld. Hélst hann á hjólunum en djúp för eru utan vegar eftir bílinn. Vegfarendur sem leið áttu um þjóðveginn sendu Skessuhorni meðfylgjandi myndir, en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. Úrhellisrigning hefur verið á þessum slóðum í dag og vegurinn mjög blautur sem og annarsstaðar í landshlutanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir