Íbúatalan hefur lítið breyst á Vesturlandi frá 1. desember

Á átta mánaða tímabili frá 1. desember 2019 til 4. ágúst fjölgaði íbúum á Vesturlandi um 22, sem jafngildir 0,1%. Íbúar eru nú 16.688. Á tímabilinu fækkaði íbúum í þremur sveitarfélögum í landshlutanum. Mest fækkaði í Stykkishólmi um 17 íbúa sem jafngildir 1,4% og í Grundarfirði fækkaði um 13 íbúa en það jafngildir 1,5% fækkun. Íbúum Dalabyggðar fækkaði um tvo á tímabilinu. Íbúum á Akranesi fjölgaði mest, eða um 30 íbúa sem jafngildir 0,4% fjölgun, en í Snæfellsbæ fjölgaði hlutfallslega mest, eða um tíu manns sem jafngildir 0,6%. Í Eyja- og Miklaholtshreppi fjölgaði um fjóra íbúa, í Hvalfjarðarsveit um átta og í Borgarbyggð og Helgafellssveit fjölgaði um einn íbúa á tímabilinu í hvoru sveitarfélagi. Fjöldinn var óbreyttur í Skorradal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir